
Helgihald um jól og áramót
Aðfangadagur 24.desember kl. 18
Aftansöngur á aðfangadagskvöldi.
Söngkonan Þóra Einarsdóttir syngur einsöng við undirleik strengjasveitar.
Sönghópurinn við Tjörnina syngur jólin inn undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, organista.
Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina.
ATH. engin miðnæturmessa verður í Fríkirkjunni í Reykjavík á aðfangadag.
Áður auglýst miðnæturmessa fellur niður.
Jóladagur 25.desember kl. 14
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag.
Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól.
Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tónlistarval sitt.
Sr. Hjörtur Magni, Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista.
Gamlársdagur 31.desember kl. 17
Aftansöngur á gamlársdag.
Hljómsveitin Eva ásamt Sönghópnum við Tjörnina og Gunnari Gunnarssyni, organista.
Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina.
Verið öll hjartnalega velkomin!