Hátíðarguðsþjónusta sunnudaginn 17. nóvember kl.11

ATH. breyttan tíma!
Hátíðarguðsþjónusta í tilefni 120 ára afmælis Fríkirkjunnar.
Guðsþjónustunni verður útvarpað á Rás 1.

Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson mun vera viðstaddur og ávarpa samkomuna með upphafsorðum.
Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur leiðir samveruna og flytur hugleiðingu.
Safnaðarfólk flytur ritningarlestra.
Fjölbreytt tónlist undir stjórn Gunnars Gunnarssonar – Sönghópurinn við Tjörnina, Hjómsveitin Mantra, djasstrompetleikarinn Arne Hiorth, strengjakvartett kirkjunnar.
Barnakórinn við Tjörnina syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.

Veitingar í safnaðarheimili að guðsþjónustu lokinni.

Verið öll hjartanlega velkomin!