Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” fimmtudaginn 31. mars kl. 12

Fimmtudaginn 31. mars verður flutt litrík tónlist frá miðbiki 20. aldar, fyrir flautu, óbó og píanó á hádegistónleikum í Fríkirkjunni við Tjörnina. Flutt verða verk eftir Dring, Andriessen og Messiaen.

Flytjendur eru Katrin Heymann, flautuleikari, Össur Ingi Jónsson, óbóleikari og Katalin Lörincz, píanóleikari.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 2.000 ISK
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.

Einnig verður boðið upp á streymi á facebooksíðu tónleikaraðarinnar Á ljúfum nótum.
Áhorfendur geta lagt inn á reikning kirkjunnar sem rennur til flytjanda:
bnr. 0525-26-560170
kt.560169-4509
Skýring: Tríó