Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” fimmtudaginn 24. mars kl.12

Fimmtudaginn 24. mars mun tríó úr hópi Nornanna flytja tónlist á hádegistónleikum í Fríkirkjunni við Tjörnina.

Flytjendur eru Svava Kristín Ingólfsdóttir og Íris Sveinsdóttir, söngukonur og með þeim spilar Sigurður Helgi Oddsson á píanó.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 2.000 ISK.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.

Njóta má tónleikanna í gegnum facebook viðburð tónleikaraðarinnar Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni.
https://www.facebook.com/events/522420866162123

Áhorfendur geta lagt inn á reikning kirkjunnar sem rennur til flytjanda:
bnr. 0525-26-560170
kt.560169-4509
Skýring: Ást

Svava Kristín Ingólfsdóttir og Íris Sveinsdóttir eru meðlimir kvartettsins Nornanna.
Hvað er ást, hvað er þrá? Hvað er sorg, hvað er seiður?
Hvort Kurt Weill, Rossini, Freddi Mercury, Cole Porter eða Benny og Björn hafi haft einhverja hugmynd um það er spurning……..
Eitt eiga þeir allir sameiginlegt, ásamt mörgum öðrum, að hafa seitt lög sín þeim töfrum sem aðeins ástin ein getur gert.
Svava og Íris hafa fengi í lið með sér pianósnillinginn Sigurð Helga Oddsson sem mun fylgja nornunum tveimur í gegnum hvern ástarseiðinn á fætur öðrum.