Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” fimmtudaginn 19.september kl.12

Fyrstu tónleikar vetrarins í tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni verða næsta fimmtudag, 19. september.

Á tónleikunum munu  Helga Margrét Clarke, söngkona, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, píanóleikari og Gunnur Arndís Halldórsdóttir, söngkona og gítarleikari flytja nokkrar af þekktari sem og minna þekktari perlum Gunnars Þórðarsonar.

Sérstakur gestur verður Gunnur Arndís söngkona og gítarleikari en hún er alin upp á heimaslóðum höfundar.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni við Tjörnina og eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni.
Þeir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.