Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” fimmtudaginn 3.mars kl. 12

Kvartett Þorgríms Jónssonar mun flytja lög af plötunni Hagi á hádegistónleikum í Fríkirkjunni við Tjörnina fimmtudaginn 10.febrúar.

Bassaleikarinn Þorgrímur Toggi Jónsson er jazzáhugamönnum að góðu kunnur og hefur leikið með rjóma íslenskra tónlistarmanna um árabil.

Árið 2016 sendi hann frá sér sína fyrstu sólóplötu sem valin var plata ársins og Þorgrímur tónhöfundur ársins í flokki jazz og blús á Íslensku Tónlistarverðlaunum fyrir árið 2016.

Í ágúst síðasliðnum kom svo út hans önnur sólóplata sem ber nafnið Hagi. Sú plata hefur verið að fá glymrandi góðar viðtökur víðsvegar um heim sem og hérlendis.

Á þessum hádegistónleikum Fríkirkjunnar verður því efnisskráin helguð tónlistinni af plötunni Hagi.

Auk Þorgríms, sem leikur á raf- og kontrabassa, eru með honum gítarleikarinn Rögnvaldur Borgþórsson, píanó- og allskonarleikarinn Tómas Jónsson og Magnús Trygvason Eliasen á trommur.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 2.000 kr.

Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.
Grímuskylda er á staðnum.

Einnig verður hægt að hlýða á tónleikana í gegnum facebook með því að smella á slóðina hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/events/487715999543080
Áhorfendur geta lagt inn á reikning kirkjunnar sem rennur til flytjanda:

bnr. 0525-26-560170
kt.560169-4509
Skýring: Hagi

Til gamans má benda hér á umfjöllun  Arnars Eggerts sem birtist í mogganum 5. feb. 2022

http://arnareggert.is/plotudomur-thorgrimur-toggi-jonsson-hagi/

Nánari upplýsingar veitir Þorgrímur, sími 698-6950 eða tölvupóst.
toggijonsson@simnet.is