Hádegistónleikar í Fríkirkjunni við Tjörnina fimmtudaginn 20. september kl. 12

Tónleikaröðin Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni hefst fimmtudaginn 20. september kl.12.

Þá munu Ágúst Ólafsson, barítón og Gerrit Schuil, píanóleikari flytja ljóðaflokkinn An die ferne Geliebte eftir Ludwig van Beethoven.

Einnig verða flutt sönglög eftir sama tónskáld.

Aðganseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum)

Sjáumst í skemmtilegu hádegi! 🙂