Hádegistónleikar í Fríkirkjunni við Tjörnina, fimmtudaginn 4. október kl. 12

Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” fimmtudaginn 4. október.

Flutt verða erindi úr Jónasarlögum Atla Heimis Sveinssonar ásamt þýskum ljóðum.

Flytjendur eru Hanna Dóra Sturludóttir, mezzósópran og Gunnar Guðbjörnsson, tenór. Undirleik annast Snorri Sigfús Birgisson, píanóleikari.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst í skemmtilegu hádegi!