Hádegistónleikar í ágúst

Í ágústmánuði verða fernir hádegistónleikar, alla fimmtudaga.
Þssir tónleikar áttu að vera í vor en var frestað vegna faraldursins.
Auður Gunnarsdóttir, sópran og Lilja Eggertsdóttir, píanóleikari ríða á vaðið og flytja lög úr leikhúsinu næsta fimmtudag, 6. ágúst.
Nóg pláss er í kirkjunni og því er auðvelt að halda 2 metra fjarlægð.
Spritt verður við inngang og hámarksfjöldi verður 100 manns.
Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).