Hádegistónleikar fimmtudaginn 20. nóvember kl.12

Birta myrkursins heitir ljóða- og tónlistardagskrá sem þau Kristín Lárusdóttir sellóleikari og skáldið Anton Helgi Jónsson flytja 20. Febrúar í Fríkirkjunni.
Kristín og Anton tvinna saman orðum og tónum í laustengdu atriði þar sem röddin og sellóið gera sitt til að jafnt alvaran og gleðin fái að njóta sín.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni við Tjörnina og eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.