Hádegistónleikar fimmtudaginn 30. maí kl. 12:00

Síðustu hádegistónleikar vetrarins verða næstkomandi fimmtudag 30. maí. Þá stígur á stokk hljómsveitin Meraki og spilar íslenskan jazz.

Á tónleikunum mun tríóið flytja íslensk jazzlög eftir ýmsa höfunda í eigin útsetningum.
Meraki er skipað Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur á saxafón og flautu, Söru Mjöll Magnúsdóttur á píanó og Þórdísi Gerði Jónsdóttur á selló.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst í skemmtilegu hádegi!