Hádegistónleikar fimmtudaginn 28. mars kl. 12

Rómantík fyrir fiðlu og píanó – hádegistónleikar  fimmtudaginn 28. mars
Flutt verða verk fyrir fiðlu og píanó eftir ýmis tónskáld.
Má þar nefna J. Brahms, S. Rachmaninoff og Einar Bjart Egilsson.
Flytjendur eru Chrissie Guðmundsdóttir, fiðla og Einar Bjartur Egilsson, píanó.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst á rómantískum nótum!