Hádegistónleikar fimmtudaginn 25.janúar kl. 12

Hádegistónleikaröðin á ljúfum nótum.

Nú er komið að fyrstu hádegistónleikum ársins í Fríkirkjunni.
Þeir verða fimmtudaginn 25. janúar.

Það eru hinar ægifögru nornir sem hefja nýtt tónleikaár. Þær fylgja árstíðunum, en eftir miklar jólanornaskemmtanir hafa þær nú brugðið sér í þorranornagervi og flytja af miklum krafti fjölbreytta dagskrá, byggða á miklu leyti á íslensku þjóðlögunum og öðru þorragóðgæti.

Flytjendur eru:
Arnhildur Valgarðsdóttir
Berta Dröfn Ómarsdóttir
Elsa Waage
Íris Sveinsdóttir
Svava Kristín Ingólfsdóttir

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum)

Sjáumst í skemmtilegu hádegi! 🙂