Hádegistónleikar fimmtudaginn 20.ágúst kl.12

Í ágúst verða hádegistónleikar, alla fimmtudaga.
Þessir tónleikar áttu að vera síðastliðið vor en var frestað vegna faraldursins.

Fimmtudaginn 20. ágúst munu Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir, mezzósópran og Sigurður Helgi Oddsson, píanóleikari flytja ljóð og aríur eftir Grieg, Mozart, Händel og Schubert en aðal umfjöllunarefni tónleikanna er vorið og ástin.

Á efnisskránni verða m.a. ljóð úr ljóðaflokkunum Haugtussa eftir Grieg og Vetrarferðinni eftir Schubert auk aría úr La Clemenza di Tito og Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart

Til gamans má geta að Þórhildur Steinunn var sigurvegari í framhaldsflokki Vox Domini 2019 og í verðlaun voru hádegistónleikar í Fríkirkjunni.