Hádegistónleikar fimmtudaginn 16. janúar kl. 12

Á fyrstu hádegistónleikum ársins, fimmtudaginn 16. janúar mun dúettinn Singimar fara ótroðnar slóðir dúóformsins með spuna að leiðarljósi.

Flytjendur:
Sigmar Þór Matthíasson, kontrabassi og Ingi Bjarni Skúlason, píanó

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst í skemmtilegu hádegi!