Hlýlegur haustdjass – hádegistónleikar fimmtudaginn 10. október kl.12

Fluttur verður hlýlegur haustdjass í hádeginu í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 10. október.
Djass lögin verða héðan og þaðan, með léttum spuna í bland.
Flytjendur eru Rebekka Blöndal, söngur og Ásgeir Ásgeirsson, gítar.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst í ljúfu hádegi!