Hádegistónleikar “Á ljúfum nótum” fimmtudaginn 31. janúar kl. 12

Það verður tónlistarveisla í hádeginu, fimmtudaginn 31. janúar.

Fluttur verður ljóðaflokkurinn An die ferne Geliebte eftir Ludwig van Beethoven, ásamt nokkrum lögum úr Vetrarferðinni eftir Franz Schubert.
Flytjendur eru Andri Bjarnason, barítón og Aladár Rácz, píanóleikari.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst á ljúfum nótum!