Fermingarskóli Fríkirkjunnar í Reykjavík

Fermingarskólinn hefst með guðsþjónustu í Fríkirkjunni sunnudaginn 11. ágúst kl.14:00.

Fermingarskólinn stendur yfir vikuna 12.- 16. ágúst, frá kl.10:30 – 13:30.
Fræðslan fer að mestu leiti fram í Fríkirkjunni og í Safnaðarheimilinu að Laufásvegi 13.
Hver fræðslustund hefst í sal Safnaðarheimilisins, stundvíslega kl. 10:30
Áhersla er lögð á siðferðilega umræðu tengda trúnni og mannlegum samskiptum.
Þekking á mannréttindum þarf að vera grunnstoð í hverju samfélagi. Í því samhengi berum við saman boðorðin tíu við Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Fermingarbörn eru beðin um að taka með sér blöð, skriffæri og nesti fyrir hvern dag.

Kennslunni lýkur með sameiginlegri guðsþjónustu, sunnudaginn 18. ágúst kl. 14:00.
Auk sumarnámskeiðsins stefnum við á að hittast, eftir hentugleika, annan eða þriðja sunnudag í mánuði kl. 11.30 fram á vor.
Í byrjun vetrar er farið í Vatnaskóg og gist yfir nótt.
Við fáum góða gesti í heimsókn, sem fræða okkur um lífsleikni og skaðsemi fíkniefna.
Þau ykkar sem ekki geta nýtt sér samþjappaða kennslu í ágúst, eru boðnir aðrir valkostir um áramót eða að vori.

Helstu kostir Fermingarskóla Fríkirkjunnar við Tjörnina eru:

  • Samþjöppuð kennsla – minni röskun yfir veturinn.
  • Fermingardagar að eigin vali – þó innan vissra marka.
  • Kennslu og fermingargjöld eru engin!

Á eftir guðsþjónustunni sunnudaginn 11. ágúst,  verður fundur með fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra. Þar fer skráning fram, einnig er hægt að senda inn skráningu á frikirkjan@frikirkjan.is eða hringja á skrifstofuna í síma: 552 7270.

Verið hjartanlega velkomin.