
Endurómar – hádegistónleikar fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12
Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni – Hádegistónleikar
Endurómar
Jónasarlög Atla Heimis Sveinssonar
Ljóð og kvæði Jónasar eru í mörgum myndum orðin stór hluti af íslensku tónlistarlífi.
Hér endurómar Sönghópurinn Elfur nýjar útsetningar Hrafnkels Orra Egilssonar á Jónasarlögunum og flytur úrval þeirra án undirleiks.
Sönghópurinn Elfur hefur starfað um árabil og sérhæft sig í vönduðum flutningi tónlistar án undirleiks. Meðlimir eru:
Auður Guðjóhnsen
Hulda Dögg Proppé
Hildigunnur Einarsdóttir
Lilja Dögg Gunnarsdóttir
Rakel Edda Guðmundsdóttir
Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).
Sjáumst í huggulegu hádegi! 🙂