Ekkert messuhald á meðan samkomubann stendur yfir.

Sökum mikillar óvissu þessa dagana vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar hér á Íslandi og samkomubanns sem tekið hefur gildi vegna þjóðaröryggis, höfum við í Fríkirkjunni í Reykjavík, í samráði við sóttvarnalækni tekið þá ákvörðun að fresta messuhaldi og áður ákveðnum fermingarathöfnum næstu fjórar vikurnar að minnsta kosti.

Við gerum okkur góðar vonir um að fermingarathafnir muni geta farið fram síðar og höfum ákveðið að bjóða upp á dagsetningar hugsanlega í maí, einnig í júní eða ágúst allt eftir því hvernig málin þróast.

Verum í góðu sambandi og förum varlega, spritta og þvo hendur. 😊

Með bestu kveðju
Hjörtur Magni Jóhannsson
Prestur og forstöðumaður