Dásamlegur Verdi, hádegistónleikar fimmtudaginn 27. ágúst kl. 12

Fimmtudaginn 27. ágúst  kl. 12 verða fluttar óperuaríur úr óperum Verdis á hádegistónleikum í Fríkirkjunní Reykjavík.

Fluttar verða aríur úr Il trovatore og La forza del destino – þar sem persónurnar heita báðar Leonora en eru afskaplega ólíkar, svo einnig úr La traviata.
Flytjendur eru Guðbjörg Tryggvadóttir, sópran og Antonia Hevesí, píanóleikari.

Þetta verða síðustu hádegistónleikar raðarinnar á þessu ári, en tónleikaröðin hefst svo að nýju í janúar á nýju ári.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).