Brestir og brak, lögin hans Jóns Múla – Hádegistónleikar fimmtudaginn 3.október kl.12

Á hádegistónleikum fimmtudaginn 3. október verður flutt tónlist eftir Jón Múla.
Á tónleikunum sameinast ungt tónlistarfólk með bakgrunn í klassískri og rythmískri tónlist í gegnum leikandi og hugljúfa tóna Jóns Múla Árnasonar.

Flytjendur eru:
Guðrún Brjánsdóttir, söngur
Hannes Arason, jazztrompet
Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó
Solveig Óskarsdóttir, söngur

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni við Tjörnina og eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir 2.000 kr.

Ath. ekki er tekið við greiðslukortum