Af yndisþokka, ást og mildri ró – Hádegistónleikar fimmtudaginn 25. janúar kl.12

Fyrstu tónleikar ársins 2024 í tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” verða næsta fimmtudag, 25. janúar.

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari koma fram á hádegistónleikum undir yfirskriftinni „Af yndisþokka, ást og mildri ró“. Yfirskriftin vísar til texta Halldórs Laxness í ljóðinu „Þótt form þín hjúpi graflín“ sem Jóhann G. Jóhannsson hefur tónsett. Á efnisskránni má einnig finna frönsk og norræn ljóð eftir Messiaen, Poulenc, Alfvén og Sibelius sem samræmast yfirskriftinni; ástarljóð, ljóð sem lýsa ró í friðsælum skógi og tindrandi snjóbráð að vori. Þá verður frumflutt nýtt lag eftir Jóhann G. Jóhannsson.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík, þeir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.

Aðgangseyrir 2.000 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.