Aðventukvöld í Fríkirkjunni, sunnudagskvöldið 7. desember kl. 20

Fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld.
Ræðumaður kvöldsins verður söngvaskáldið Svavar Knútur.
Séra Hjörtur Magni stýrir stundinni.
Fram koma Einar Clausen, Svavar Knútur, Sönghópur Fríkirkjunnar,
Barnakór Fríkirkjunnar, Skólakór Landakotsskóla, Þorgrímur Jónsson, kontrabassaleikari,
Ásgeir Ásgeirsson, gítarleikari og Gunnar Gunnarsson sem jafnframt er organisti kirkjunnar og stjórnandi sönghóps.
Álfheiður Björgvinsdóttir er stjórnandi barnakórs.

Tendrað verður ljós á næsta kerti í aðventukransi. Annað kertið nefnist Betlehemskertið. Þar er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann.

 Verið öll hjartanlega velkomin