Aðventukvöld, fimmtudaginn 14. desember kl. 20

Aðventukvöld, fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld.
Gestir kvöldsins verða hjónin Jóga Gnarr og Jón Gnarr.
Jón mun lesa úr bókinni þúsund kossar og síðan svara þau hjón fyrirspurnum á eftir.
Fram koma: Kammerkór Hafnarfjarðar undir stjórn Helga Bragasonar, Sönghópurinn við Tjörnina og hljómsveitin Mantra ásamt Gunnari Gunnarssyni sem jafnframt er organisti kirkjunnar og stjórnandi sönghóps, barnakór Fríkirkjunnar undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og barnakór Landakotsskóla undir stjórn Nönnu Hlífar Ingvadóttur og Kjartans F. Ólafssonar.
Sr.Hjörtur Magni leiðir stundina.

Verið öll hjartanlega velkomin!