Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni – hádegistónleikar fimmtudagurinn 8. mars kl. 12

Dúfan og haukurinn.  – Ástir og örlög Dyveke

Næsta fimmtudag, þann 8. mars verður fluttur ljóðaflokkurinn Dyveke-sange  eftir danska tónskáldið Peter Heise.
Textana skrifaði danska skáldið Holger Drachmann haustið 1878. Ljóðaflokkurinn inniheldur 6 ljóð:

Skal altid fæste mit hår under hue.
Ak, hvem der havde en hue.
Hvad vil den mand med kæder på.
Vildt, vildt, vildt suser blæsten.
Næppe tør jeg tale.
Det stiger, det stiger, det stiger herop.

Flytjendur eru Ólafía Línberg Jensdóttir, sópran og Sólborg Valdimarsdóttir, píanóleikari.
Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst í huggulegu hádegi! 🙂