Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni – Hádegistónleikar Fimmtudagurinn 3. maí kl.12

– Tunglið og ég –

Flutt verður tónlist eftir franska tónskáldið Michel Legrand (1932), en hann er helst þekktur fyrir að semja söngleiki og tónlist fyrir kvikmyndir.
Á efnisskránni eru meðal annars eftirtalin lög:”what are you doing the rest of your life” úr kvikmyndinni “The Happy ending”, “You must beleve in spring” úr myndinni “The Young Girls of Rochefort”(1967), “The summer knows” úr myndinni “Summer of ’42″(1971) og “I will wait for you” úr söngleiknum “The Umbrellas of Cherbourg” (1965)

Flytjendur eru Heiða Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson
Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst í skemmtilegu hádegi! 🙂