Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni, hádegistónleikar fimmtudaginn 13.ágúst kl.12

Úr glatkistunni – sjaldheyrð verk fyrir víólu og píanó.
Hádegistónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 13. ágúst kl.12
Flutt verða sjaldheyrð verk fyrir víólu og píanó

Flytjendur:
Anna Hugadóttir, víóluleikari
Lilja Eggertsdóttir, píanóleikari

Flytjendurnir, Breiðhyltingarnir Anna og Lilja, kynntust í Tónskóla Sigursveins á unglingsárum og hafa leikið saman síðan, m.a. í veislutríóinu Anema e Core og kammerhópnum Stillu en líka sem dúó sem kemur fram við ýmis tækifæri. Þessir tónleikar eru þeir fyrstu sem þær halda saman eftir nokkurt hlé. Á tónleikunum er kastljósinu beint að sjaldheyrðum verkum fyrir víólu og píanó. Það er bæði skemmtilegt og spennandi að grafa upp slík verk og flytja þau og minnir á að vinsæl tónverk eru ekki upphaf og endir allra efnisskráa heldur er til mikill fjársjóður verka sem á skilið að fá að heyrast á tónleikum.

Efnisskrá:
Frantisek Koczwara (1730-1791)  Adagio úr sónötu nr 2 op. 2 fyrir viólu og fylgibassa.
Georg Philipp Telemann (1681-1767) Sónata TWV 41:DA1 í D dúr fyrir víólu og fylgibassa – Vivace, Adagio – Allegro
Rebecca Clarke (1886-1979) Lullaby fyrir víólu og píanó (1909)
Hendrik Andriessen (1892-1981) Sonatine í einum þætti fyrir víólu og píanó (op. posth.)

Nóg pláss er í kirkjunni og því er auðvelt að halda 2 metra fjarlægð.
Spritt verður við inngang og hámarksfjöldi verður 100 manns.
Hádegistónleikar taka um hálfa klukkustund.
(ath ekki er tekið við greiðslukortum við innganginn).