Á ljúfum nótum, hádegistónleikar fimmtudaginn 22. mars kl. 12

Ó, höfuð dreyra drifið

Fimmtudaginn 22. mars verða flutt verk tengdum páskum. Flutt verða Zwei Geistliche Gesänge eftir Reger  og hluti af Gellert ljóðunum eftir Beethoven. Einnig má heyra íslenska sálma eða verk eftir Bach. Verkin verða úr ýmsum áttum en þemað er trúin, þjáning og dauði Krists og áherslan verður á Ísland-Þýskaland.

Flytjendur eru Þórunn Elín Pétursdóttir sópran og Lenka Mátéová organisti.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst í hátíðlegu hádegi! 🙂