Guðsþjónusta sunnudaginn 14. september kl.14

Dagur Íslenskrar náttúru.

Á sunnudaginn eru tveir dagar í dag íslenskrar náttúru og því verður náttúran til umfjöllunar bæði prédikun og bænum, við stöldrum við og spyrjum:
Hvernig getum við tengst jörðinni sem lifandi heild?
Hvernig getum við fundið okkur sem hluta af sköpuninni – ekki aðeins sem neytendur heldur sem vinir, systkini og verndarar?
Við heyrum að fjöll, steinar, tré og vötn beri með sér anda, að náttúran kalli til okkar með söng og fögnuði og að tenging við náttúruna sé bæði heilandi fyrir líkama og næring fyrir andann. Við berjumst fyrir því sem við elskum.

Séra Dagur Fannar Magnússon leiðir stundina.
Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina
ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur, píanóleikara.
Fermingarungmenni og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta.

Verið öll hjartanlega velkomin!