DJASSMESSA, sunnudaginn 29. september kl. 20
Vonin fellst í víðsýni.
Friðarstund án fordóma.
Hugljúf kvöldstund með ljúfum djasstónum við
kertaljós og hugleiðingar séra Hjartar Magna.
Kvöldmessurnar í Fríkirkjunni eru með léttu yfirbragði
þar sem tónlistin leikur stórt hlutverk.
Sönghópur Fríkirkjunnar leiðir sönginn ásamt djasstríói
skipuðu þeim Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar,
Tómasi R. Einarssyni á kontrabassa og
Gunnari Gunnarssyni á píanó.
Stundin er í umsjón sr. Hjartar Magna Jóhannssonar.
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna.
Athugið:
Engin guðsþjónusta verður kl.14 þennan dag.