Fjölskylduguðsþjónusta, sunnudaginn 8. september kl. 14

Upphaf barnastarfsins
Barnastarf Fríkirkjunnar í Reykjavík hefst á ný með fjölskylduguðsþjónustu
sunnudaginn 8. september kl. 14.
Erla Björk Jónsdóttir, guðfræðingur, leiðir stundina.
Fermingarbörn taka þátt.
Sönghópur Fríkirkjunnar í Reykjavík leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista.

Á hverjum sunnudegi í vetur meðan á guðsþjónustu stendur munu þær Rósa Margrét og Rósmary, umsjónarmenn barnastarfsins, bjóða  börnunum með sér upp á kórloft eða í safnaðarheimilið þar sem farið verður í leiki, sungið og föndrað.

Í guðsþjónustunni verður kynnt  æskulýðsstarf sem fram mun fara í vetur í Fríkirkjunni í Reykjavík á vegum KFUM & K.
Nánar auglýst síðar.

Verið öll hjartanlega velkomin.