
Helgihald á aðfangadag og jóladag fellur niður.
Áður auglýst helgihald Fríkirkjunnar í Reykjavík á aðfangadag og jóladag fellur niður sökum mikillar fjölgunar smita og hertra samkomutakmarkana.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og hvetjum ykkur til að horfa á jólaþátt Fríkirkjunnar á RUV kl.21.05 á aðfangadagskvöld.
Aðfangadagskvöld 24.desember kl.18
Aftansöngur á aðfangadagskvöldi.
Þóra Einarsdóttir sópran syngur einsöng.
Sönghópurinn við Tjörnina ásamt hljómsveitinni Möntru syngja jólin inn undir stjórn Gunnars Gunnarssonar.
Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina.
Jóladagur 25.desember kl. 14
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag.
Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól.
Egill Ólafsson verður gestur okkar í messunni og flutt verður tónlist eftir hann.
Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina.
Sönghópurinn við Tjörnina og hljómsveitin Mantra ásamt Gunnari Gunnarssyni.
Gamlársdagur 31.desember kl.16
Aftansöngur á gamlársdag.
Sönghópurinn við Tjörnina og hljómsveitin Mantra leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni.
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur Fríkirkjunnar leiðir stundina.
Verið öll hjartanlega velkomin.