Saga kvenfélagsins

Kvenfélag Fríkirkjunnar var stofnað 6. mars árið 1906 og er elsta safnaðarkvenfélag landsins, auk þess að vera eitt af elstu kvenfélögum hér á landi.
Markmið þess frá öndverðu hefur verið að efla starf kirkjunnar með einingu að frjálsu trúarlífi. Í upphafi létu þær sig landsmálin varða og lögðu fé til byggingar Landsspítalans og Vífilsstaðaspítala.

Í gegnum árin hefur kvenfélagið aflað fjár til kaupa á ýmsum kirkjumunum og öðru sem hefur komið söfnuðinum vel. Hefur kvenfélagið gefið flesta þá muni er prýða kirkjuna að innan.
Á hundrað ára afmæli félagsins árið 2006 voru kirkjunni færð bænakerti og garðurinn norðanmegin kirkjunnar endurgerður. Þann 13. mars 2011 afhentu kvenfélagskonurnar glæsilega fermingarkyrtla fyrir æskulýðinn.

 

Stjórn kvenfélagsins tímabilið 2019 -2020
Ágústa Sigurjónsdóttir, formaður.
Konný Hjaltadóttir, varaformaður.
Anna Ben Blöndal, ritari.
Berta Kristínsdóttir, gjaldkeri.
Sigurlaug Hrafnkelsdóttir, meðstjórnandi.
Sólbjört Kristjánsdóttir, meððstjórnandi.

Félagið heldur 6 fundi á ári.

Mikill hugur er í kvenfélagskonum að efla ennfrekar starfsemina og eru allar Fríkirkjukonur hvattar til að skrá sig í félagið.
Hægt er að gera það með tölvupósti á frikirkjan@frikirkjan.is
Nánari upplýsingar veitir skrifstofan í síma 552 7270.