Fermingarfræðsla Fríkirkjunnar í Reykjavík hefst 12. ágúst
Fermingarfræðsla ungmenna, sem fædd eru árið 2011 og fermast munu árið 2025, hefst mánudaginn 12. ágúst og stendur til og með 16. ágúst. Fermingarfræðsla verður einnig einu sinni í mánuði yfir vetrartímann fram að fermingum. Skráning í fræðsluna fer fram…
Sumarsöngur Barnakórs Fríkirkjunnar sunnudaginn 2. júní kl.14
Barnakórinn við Tjörnina samanstendur af börnum á grunnskólaaldri og æfir í tveimur hópum, yngri og eldri. Sunnudaginn 2. júní verða tónleikar og samsöngur á þeirra vegum sem er jafnframt uppskeruhátíð barnakórsins. Kórstjóri Barnakórsins við Tjörnina er Álfheiður Björgvinsdóttir og henni…
Guðsþjónusta sunnudaginn 26. maí kl.14
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur Fríkirkjunnar leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Verið öll hjartanlega velkomin!
Guðsþjónusta sunnudaginn 19. maí kl.14
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur Fríkirkjunnar leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Verið öll hjartanlega velkomin!
Guðsþjónusta sunnudaginn 12. maí kl.14
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur Fríkirkjunnar leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Verið öll hjartanlega velkomin!
Fermingarmessa sunnudaginn 5. maí kl. 14
Sr. Hjörtur Magni og Dr. Sigurvin Lárus prestar Fríkirkjunnar þjóna fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Verið öll hjartanlega velkomin.
Póstkort frá París, hádegistónleikar fimmtudaginn 2. maí kl.12
Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” Tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 2. maí kl.12 Flytjendur: Hlín Pétursdóttir Behrens, sópransöngkona og Hrólfur Vagnsson, harmonikuleikari. Aðgangseyrir 2.000 kr. ATH. Ekki er tekið við greiðslukortum.
Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, mánudaginn 6. maí kl. 20
Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík Verður haldinn í Fríkirkjunni mánudaginn 6. maí 2024 kl.20:00 Dagskrá: Skýrsla safnaðarráðs. Skýrsla Forstöðumanns/Fríkirkjuprests. Reikningar safnaðarins lagðir fram. Kosning í safnaðarráð og trúnaðarstörf. Önnur mál. Safnaðarráð Fríkirkjunnar í Reykjavík
Fermingarmessa sunnudaginn 28. apríl kl.14
Sr. Hjörtur Magni og Dr. Sigurvin Lárus prestar Fríkirkjunnar þjóna fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Verið öll hjartanlega velkomin.