Sumarsöngur Barnakórs Fríkirkjunnar sunnudaginn 4. júní kl.14
Barnakórinn við Tjörnina samanstendur af börnum á grunnskólaaldri og æfir í tveimur hópum, yngri og eldri. Sunnudaginn 4. júní verða tónleikar og samsöngur á þeirra vegum sem er jafnframt uppskeruhátíð barnakórsins. Kórstjóri Barnakórsins við Tjörnina er Álfheiður Björgvinsdóttir og henni…
Guðsþjónusta hvítasunnudag 28. maí kl. 14
Séra Hjörtur Magni og Dr. Sigurvin Lárus, prestar Fríkirkjunnar leiða stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Verið öll hjartanlega velkomin.
Sátta- og minningarstund í Fríkirkjunni sunnudaginn 21. maí kl. 14
Sunnudaginn 21. maí verður haldin sátta- og minningarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík í tilefni þess að 40 ár liðin frá því fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi. Minningarstundin, HIV candlelight memorial service, hefur verið haldin árlega í Fríkirkjunni í…
Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” fimmtudaginn 18. maí kl. 12
Hádegistónleikar fimmtudaginn 18. maí kl.12 Svanur Vilbergsson, gítarleikari flytur barokkverkið Chaconne Hwv 435 eftir G.F. Handel. Seinni hlutinn tónleikanna samanstendur af tveimur suðuramerískum verkum; Eterna Saudade, sem er rólegur og ástríðufullur vals og Piaxaim, sem er byggt á hröðum ryþma…
Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, mánudaginn 15. maí kl. 20
Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík Verður haldinn í Fríkirkjunni mánudaginn 15. maí 2023 kl.20:00 Dagskrá: Skýrsla safnaðarráðs. Skýrsla Forstöðumanns/Fríkirkjuprests. Reikningar safnaðarins lagðir fram. Kosning í safnaðarráð og trúnaðarstörf. Önnur mál. Safnaðarráð Fríkirkjunnar í Reykjavík
G(l)EÐ(i)-SPJALL í Fríkirkjunni í Reykjavík, sunnudaginn 14. maí kl. 14.00.
Máttur gleðinnar sem verkfæri í lífinu verður þema stundarinnar G(l)EÐ(i)-SPJALL í Fríkirkjunni í Reykjavík, sunnudaginn 14. maí kl. 14.00. Þorsteinn Guðmundsson, sálfræðingur og grínisti, mun flytja erindið ,,lifðu í lukku” og Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur mun fjalla um geðheilbrigði og…
Fermingarmessa sunnudaginn 7. maí kl. 14
Prestar Fríkirkjunnar Sr. Hjörtur Magni og Dr. Sigurvin Lárus þjóna fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Verið öll hjartanlega velkomin.