Grasrótarstarf Fríkirkjunnar við Tjörnina byggir á lýðræði, jöfnuði, mannréttindum og umburðarlyndi.

Aftansöngur á aðfangadagskvöldi 24.desember kl. 18

Aftansöngur á aðfangadagskvöldi 24.desember kl. 18

Jólin ganga í garð.Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson predikar og þjónar fyrir altari.Einsöngvari Natalie Druzin Halldórsdóttir.Sönghópur Fríkirkjunnar syngur jólin inn og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórnGunnars Gunnarssonar, organista.Tilvalin stund fyrir alla að finna jólafrið.Verið öll hjartanlega velkomin!

Lesa meira
Miðnætursamvera á jólanótt 24. desember kl. 23:30

Miðnætursamvera á jólanótt 24. desember kl. 23:30

Hátíðarstund þar semPáll Óskar og Monika Abendroth ásamt strengjasveit flytja okkur ljúfa og hátíðlega tónlist.Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson talar til viðstaddra.Sönghópur Fríkirkjunnar syngur við undirleik Gunnars Gunnarssonar, organista.Mætið vel tímanlega til að fá góð sæti!

Lesa meira
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 14

Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 14

Hátíðarguðsþjónusta á jóladag.Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól. Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tónlistarval sitt.Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson predikar og þjónar fyrir altari.Sönghópur Fríkirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórnGunnars Gunnarssonar, organista.Verið öll hjartanlega velkomin!

Lesa meira
JÓLASKEMMTUN, sunnudaginn 22. desember kl. 14.

JÓLASKEMMTUN, sunnudaginn 22. desember kl. 14.

Jólaskemmtun Fríkirkjunnar við Tjörnina. Skemmtunin hefst kl. 14 í kirkjunni með stuttri helgistund, síðan verður haldið til safnaðarheimilis þar sem dansað verður og sungið í kringum jólatréð, jólasveinninn kemur í heimsókn með glaðning handa börnunum.Leikkonan Halla Margrét Jóhannesdóttir leiðir sönginn.…

Lesa meira

Kvenfélag

Kvenfélag Fríkirkjunnar var stofnað 6. mars árið 1906 og er elsta safnaðarkvenfélag landsins, auk þess að vera eitt af elstu kvenfélögum hér á landi. Markmið þess frá öndverðu hefur verið að efla starf kirkjunnar með einingu að frjálsu trúarlífi. Í…

Lesa meira