Tónleikar – Sönghópurinn við Tjörnina; Arne Hiorth – Gissur Páll

Þriðjudagurinn 13. desember kl. 20

Sönghópurinn flytur gleðileg jóla- og aðventulög, m.a. jólasvítu Ariels Ramírez, Navidad nuestra og Salve Regina – to the mothers in Brazil eftir sænska djasspíanistann Lars Jansson.

Einsöngvari verður Gissur Páll Gissurarson.
Sérstakur gestur tónleikanna verður norski trompetleikarinn og stjórnandinn Arne Hiorth.

Hljómsveitina skipa auk hans, Ásgeir Ásgeirsson, Tómas R. Einarsson og Kristofer Rodriguez Svönuson.
Stjórnandi er Gunnar Gunnarsson, organisti Fríkirkjunnar.

Aðgangseyrir 2.500 kr.