Barnakórinn við Tjörnina heilsar hausti!

Barnakór Fríkirkjunnar í Reykjavík hefur starfsemi sína á ný eftir sumarfrí þann 4. september.
Allir syngjandi kátir krakkar á aldrinum 6-12 ára eru hjartanlega velkomnir án endurgjalds.

Æfingar í vetur verða í kirkjunni alla þriðjudaga:
Eldri hópur 9-12 ára frá: 17:00-18:00
Yngri hópur 6-8 ára frá 17:00-17:30

Kórinn mun taka þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum í vetur, m.a. flutningi nýrrar tónlistar, fjölskyldustundum í Fríkirkjunni í Reykjavík og jóla- og vortónleikum. Skráning fer fram á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/uJzllbQ0xe8JdW8g2

Nánari upplýsingar fást hjá Álfheiði Björgvinsdóttur kórstjóra í síma 8498660 eða netfangi tjarnarbarnakor@gmail.com.