Vortónleikar Sönghóps Fríkirkjunnar, miðvikudagskvöldið 5. júní kl. 20:30

Sönghópur Fríkirkjunnar flytur okkur sönglög eftir Tómas R. Einarsson í nýrri útsetningu Gunnars Gunnarssonar.

Útsetningarnar eru fyrir blandaðan kór og lögin eru m.a. við ljóð eftir Gyrði Elíasson, Guðberg Bergsson, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Halldór Laxness, Lindu Vilhjálmsdóttur, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Snorra Hjartarson, Sigurð Guðmundsson og Stein Steinarr.

Sönghópur Fríkirkjunnar er skipaður ungum söngnemum úr Tónlistarskóla FÍH. Gunnar Gunnarsson hefur stýrt kórum í áratugi auk þess að hafa starfað sem organisti og píanóleikari. Hann hefur gefið út fjölda geisladiska með margvíslegri tónlist.
Tómas R. Einarsson hefur verið einn afkastamesti lagahöfundur í hópi íslenskra djassmanna og hefur tónlist hans komið út á tæplega tuttugu plötum.  
Undirleikarar sönghópsins á tónleikunum á miðvikudagskvöldið eru Gunnar Gunnarsson á píanó og Tómas R. Einarsson á kontrabassa.

Aðgangur er ókeypis