Með helgum hljóm, hádegis-, jóla-, og styrktartónleikar fimmtudaginn 7. desember kl. 12

Nú er komið að lokatónleikum ársins í röðinni okkar.
Fimmtudaginn 7. desember verða jólatónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík til styrktar Kviðarhols – og þvagfæraskurðdeild Landspítalans, 13 E/G.

Tónleikarnir eru hluti af hádegistónleikaröð sem nefnist “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”. Styrktartónleikarnir munu standa í u.þ.b. 45 mínútur.
Allir gefa vinnu sína en fram koma um 50 flytjendur.
Fluttar verða jólaperlur frá ýmsum tímum, bæði íslenskar og erlendar.
Flytjendur: 
Auður Gunnarsdóttir, sópran
Þorbjörn Rúnarsson, tenór
Bjarni Thor Kristinsson, bassi
Lilja Eggertsdóttir, píanóleikari og stjórnandi
Kvennakórinn Concordia
Hljómsveit:
Lilja Eggertsdóttir, píanó
Íris Dögg Gísladóttir, fiðla
Vigdís Másdóttir, fiðla
Ásdís Runólfsdóttir, víóla
Gréta Rún Snorradóttir, selló
Þorgrímur Jónsson, kontrabassi
Jóhanna Björk Snorradóttir, þverflauta

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um 45 mínútur.
Ath. að ekki er tekið við greiðslukortum, en hægt er að kaupa miða á netinu.

Miðaverð: 2.500 kr.

Miðasala á www.tix.is og við innganginn á tónleikadag:
https://tix.is/is/event/5255/me-helgum-hljom-styrktartonleikar/