HELGIHALD UM JÓL OG ÁRAMÓT

Aðfangadagur 24. desember kl. 18
Aftansöngur á aðfangadagskvöldi
Söngkonan Þóra Einarsdóttir syngur einsöng.
Sönghópurinn við Tjörnina syngur jólin inn undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, organista.
Dr. Sigurvin Lárus leiðir stundina.

Aðfangadagur 24. desember kl. 20.55 á RÚV sjónvarp
Friðarstund í Fríkirkjunni
Sjónvarpsútsending á RÚV frá friðaðarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Jóladagur 25.desember kl. 14
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag
Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól.
Tónlistarmaðurinn KK flytur nokkur af sínum fjölmörgu lögum og kryddar stundina með skemmtilegum sögum.
Sr. Hjörtur Magni, Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni.

Gamlársdagur 31.desember kl. 16
Aftansöngur á gamlársdag
Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista leiða safnaðarsöng.
Dr. Sigurvin Lárus leiðir stundina.

Verið öll hjartanlega velkomin!