Hátíðarsamverur Fríkirkjunnar í Reykjavík

Fríkirkjan í Reykjavík mun streyma til ykkar hátíðarsamverum á aðfangadagskvöld, á jóladag og um áramót.
Fylgjast má með streyminu á Fésbókarsíðu kirkjunnar “Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík”

Á aðfangadagskvöld mun Þóra Einardóttir óperusöngkona syngja Ó helga nótt.  Aðra tónlist mun Sönghópurinn við Tjörnina leiða undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista.

Á jóladag mun tónlist Egils Ólafssonar hljóma með okkar tónlistarfólki og hann talar og hugleiðir út frá henni.

En sameinumst nú öll á aðfangadagskvöld heima í stofu við sjónvarpið, í miðnæturmessu Fríkirkjunnar á RUV og Guð gefi ykkur gleðileg jól.

Fríkirkjan við Tjörnina
Hjörtur Magni Jóhannsson, Fríkirkjuprestur.