
Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” fimmtudaginn 5. maí kl. 12
Júlía Traustadóttir, sópran og Sólborg Valdimarsdóttir, píanóleikari flytja verk eftir Tryggva M. Baldvinsson og Hjálmar H. Ragnarsson á hádegistónleikum í Fríkirkjunni við Tjörnina.
Tónleikarnir eru þeir síðustu í tónleikaröðinni í vetur.
Þeir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum