Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” fimmtudaginn 29. september kl.12

Næsta fimmtudag, munu Jara Hilmarsdóttir, mezzo sópran og Erna Vala Arnardóttir, píanóleikari flytja tónlist sem tengist margbreytileika myrkursins.

Í fyrstu gæti setningin “Im dunkeln wir mir wohler sein“ eða “í myrkri liði mér betur”, sem kemur úr næstsíðasta ljóði Vetrarferðarinnar eftir Franz Schubert, hljómað einkennilega.

Myrkur er oftar en ekki sett í samhengi við eitthvað sem er neikvætt, má þar nefna kulda og harðneskju, jafnvel hættu. Þegar betur er að gáð finnur maður þó einnig jákvæðar hliðar þess: svefn, ró og værð.

Jara og Erna flytja valin ljóð úr Vetrarferðinni eftir Schubert og A Charm of Lullabies eftir Benjamin Britten.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Almennt miðaverð er 2.000 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.