Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” fimmtudaginn 21. apríl kl. 12

Á Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl munu óma bæði hress og rómantísk lög úr ýmsum áttum á hádegistónleikum í Fríkirkjunni við Tjörnina.

Sú hugmynd kom upp að allir meðlimir hljómsveitarinnar myndu velja sér 1-2 lög á mann. Úr því kom skemmtilegur og fjölbreytilegur lagalisti. Þar má nefna Pennies from heaven sem Louis Prima gerði frægt, Underbart är kort eftir Povel Ramel, Morgunn eftir Tómas R. Einarsson og fleiri skemmtileg lög.

Flytjendur eru:
Særún Rúnudóttir, söngur
Lilja Eggertsdóttir, söngur/raddsetningar
Kristín Sigurðardóttir, söngur
Aron Steinn Ásbjarnarson, saxófónn
Gunnar Gunnarsson, píanó
Þorgrímur Jónsson, kontrabassi
Erik Qvick, trommur

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 2.000 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.

Gleðilegt sumar!