
Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” fimmtudaginn 18. maí kl. 12
Hádegistónleikar fimmtudaginn 18. maí kl.12
Svanur Vilbergsson, gítarleikari flytur barokkverkið Chaconne Hwv 435 eftir G.F. Handel.
Seinni hlutinn tónleikanna samanstendur af tveimur suðuramerískum verkum; Eterna Saudade, sem er rólegur og ástríðufullur vals og Piaxaim, sem er byggt á hröðum ryþma ættuðum frá Brasilíu.
Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Verið öll hjartanlega velkomin.