Hádegistónleikar fimmtudaginn 15. september kl. 12

Þá er hádegistónleikaröðin”Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” að hefjast.
Á þessum fyrstu hádegistónleikum haustsins munu þau Ástrúnu Friðbjörnsdóttir, söngkona og Ívar Símonarson, gítarleikari  leika frumsamið efni eftir Ástrúnu.

Ástrún hefur gefið út tvö frumsamin lög með hljómsveit en spilar hér ásamt Ívari Símonarsyni gítarleikara lágstemmdari útgáfu af eigin lögum.

 

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir 2.000 kr.

Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.