Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” fimmtudaginn 4. maí kl. 12

Fimmtudaginn 4. maí mun Trillutríóið flytja tónlist með vorlegum blæ úr ólíkum áttum.
Hið ómfagra verk Der Hirt auf dem Felsen eftir Schubert verður flutt ásamt Eyjalögum þeirra Ása í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar í sjaldheyrðum útsetningum Atla Heimis Sveinssonar. Útsetningarnar sýna fram á enn nýja hlið sönglaganna sem fyrir löngu hafa skipað sér sess í þjóðarsálinni en voru þau upphaflega samin til að létta lund alþýðunnar.
Flytjendur eru Vera Hjördís Matsdóttir, sópransöngkona, Símon Karl Sigurðarson Melsteð, klarínettuleikari og Guðný Charlotta Harðardóttir, píanóleikari

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni við Tjörnina og eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni.
Þeir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.