Helgihald yfir páskahátíðina

Fimmtudagur 6. apríl kl.14
Skírdagur
Fermingarmessa
Hjörtur Magni Jóhannsson og Sigurvin Lárus  Jónsson prestar Fríkirkjunnar þjóna fyrir altari.
Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn
ásamt Gunnari Gunnarssyni.

Föstudagur 7. apríl kl.17
Föstudagurinn langi
Helgistund í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur Fríkirkjunnar leiðir stundina.
Hrund Þórsdóttir rithöfundur fjallar um bók sína Loforðið og les valda kafla. Loforðið er verðlaunabók sem fjallar um vináttu og missi 11 ára stelpna og lýsir með dýrmætum hætti sorgarferli barns.
Sara Gríms söngkona og leikskólastarfsmaður fjallar um leikskólabörn og það að ræða opinskátt um dauðann, ásamt því að flytja einsöng.
Sönghópur Fríkirkjunnar í Reykjavík leiðir sönginn undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, organista.


Sunnudagur 9.apríl kl. 9
Páskadagur
Fjölskylduguðsþjónusta
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson og Dr.Sigurvin Lárus Jónsson prestar Fríkirkjunnar  leiða stundina.
Sönghópur Fríkirkjunnar og barnakór Fríkirkjunnar undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur, leiða sönginn. Ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista.

Páskaegg og veitingar í safnaðarheimili  eftir guðsþjónustuna.

Verið öll hjartanlega velkomin.